Suðurland

Suðurland er einstakt og sá landshluti Íslands sem langflest ferðafólk sækir heim. Á Suðurlandi geta bæði ungir og aldnir fundið eitthvað við sitt hæfi til dægrastyttingar og skemmtunar. Hér er stórbrotin náttúra og fallegir fossar, heitir hverir spúa sjóðandi vatni, eldfjöllin eldi og eimyrju.

Hér er sagan við hvert fótmál, bæði forn og ný, hér var alþingi Íslendinga á Þingvöllum, hér er sögusvið Njálu, hér sátu biskupar landsins í Skálholti. Á Suðurlandi er listsköpun, menning og blómlegt atvinnu- og mannlíf, merk söfn, sögusetur, gallerí og handverkshús svo fátt eitt sé nefnt. Fyrir þá sem vilja njóta dagsins utan dyra er hér góð stangveiði í ám og vötnum, góðir golfvellir og sundlaugar og síðast en ekki síst fallegar gönguleiðir fyrir þá sem vilja virkilega njóta útiverunnar.

Sjá nánar um orlofshús VR á Suðurlandi hér:

Upplýsingar um afþreyingu á Suðurlandi er að finna á www.south.is