Atkvæðagreiðslu um kjarasamninga VR lokið

Fréttir - 15.04.2019
Atkvæðagreiðslu um kjarasamninga VR lokið

Nú er lokið atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna VR í kosningu um nýgerða kjarasamninga.
Á kjörskrá um samning VR og SA voru 34.070 og greiddu 7.104 atkvæði, eða 20,85%. Á kjörskrá um saming VR og FA voru 1.699 og greiddu 451 atkvæði, eða 26,55%. 

Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verða birtar samhliða niðurstöðum hjá öðrum stéttarfélögum eftir hádegi þann 24. apríl nk.