Standast þín laun samanburð?

Fréttir - 15.09.2020
Standast þín laun samanburð?

Veist þú hver heildarlaunin eru að meðaltali í þínu starfi? Með því að skrá upplýsingar þínar á Mínum síðum á vef VR getur þú borið heildarlaun þín saman við meðaltal annarra félagsmanna í sambærilegu starfi.

Skráðu inn þínar upplýsingar

Aukin áhersla er nú lögð á að efla launasamanburð fyrir félagsmenn á Mínum síðum og setja hann fram á auðveldan og skiljanlegan hátt. Með því að skrá starfsheiti þitt og vinnutíma ásamt upplýsingum um menntun og mannaforráð á Mínum síðum getur þú skoðað meðaltal grunn- og heildarlauna í þinni starfsstétt, miðgildi launa og launadreifingu.

Allar launaupplýsingar á Mínum síðum miða við raunlaun, þ.e. greidd iðgjöld til VR. Allur launasamanburður byggir á 100% starfshlutfalli.

Við hvetjum félagsmenn til að skrá sig á Mínar síður og skoða eigin stöðu.