Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Vr Utsynismyndir 5

Almennar fréttir - 18.06.2020

Efnahagsyfirlit VR - Hvað ef það verður seinni bylgja?

Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, birti nýlega tvær ólíkar spár um áhrif Covid-19 faraldursins á hagvöxt á Íslandi þar sem annað hvort er gert ráð fyrir því að Covid gangi yfir í einni eða tveimur bylgjum. Ef veiran gengur yfir í einni bylgju spáir stofnunin 10% samdrætti á þessu ári og 4,6% hagvexti á því næsta. Ef faraldurinn blossar hins vegar aftur gerir OECD ráð fyrir 11% samdrætti og 3% hagvexti á næsta ári. Til samanburðar má nefna að Seðlabanki Íslands spáir 8% samdrætti í ár og 4,8% hagvexti á næsta ári.

Ítarlegar er fjallað um margvísleg áhrif Covid-19 í nýjasta Efnahagsyfirliti VR. Sjá meira hér.