Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
ZQ2A6622.jpg

Launakönnun - 26.07.2017

Tengslanetið er árangursríkasta leiðin í leit að nýrri vinnu

Tengslanetið er ein árangursríkasta leiðin í leitinni að nýju starfi, að mati svarenda í launakönnun VR 2017. Að hafa beint samband við fyrirtækið þess sem leit á netinu koma þar fast á eftir.

Í launakönnun félagsins í ár fékk helmingur þátttakenda spurninguna hvort þeir hefðu skipt um starf á síðustu tveimur árum og ef svo var, hvaða aðferðum þeir hefðu beitt. Alls höfðu rúmlega tólf hundruð manns skipt um starf á árunum tveimur áður en könnunin var gerð, þ.e. á árunum 2015 eða 2016. Það er um þriðjungur þeirra sem svöruðu spurningunni.

Helsta ástæða þess að þessir aðilar skiptum starf var löngunin til að takast á við ný verkefni. Launin og almenn óánægja í starfi voru einnig ofarlega á blaði. Langflestir sem skiptu um starf eru sáttir við nýja vinnustaðinn sinn og segja t.d. sex af hverjum tíu launin betri í nýju vinnunni (sjá ítarlegri umfjöllun).

Flestir leita á netinu

Þeir sem skiptu um starf voru spurðir að því hvaða aðferðum þeir beittu í leitinni að nýju starfi. Þeir fengu nokkra valmöguleika og voru beðnir um að raða þeim eftir því hvernig þeir nýttu sér aðferðirnar. Flestir nefndu Internetið fyrst en fast á hæla þess kom að hafa beint samband við stjórnendur fyrirtækja og nýta sér eigið tengslanet. Í fjórða sæti komu síðan atvinnuauglýsingar í dagblöðum.

Yngstu svarendurnir nýttu sér netið í meira mæli en þeir eldri í leitinni og einnig tengslanet sitt. Þriðjungur yngsta hópsins notaði netið en einungis einn af hverjum tíu af þeim elstu.

Tengslanetið skilar mestu

Þegar hins vegar var spurt að því hvaða aðferð hafi verið árangursríkust var tengslanetið það sem oftast var nefnt fyrst. Að hafa beint samband við fyrirtæki og leit á Internetinu komu þar á eftir. Karlar virðast nýta tengslanet sitt betur en konur þegar kemur að því að leita sér að nýju starfi, 38% karla sögðu þá aðferð árangursríkasta en 29% kvenna. Það eru starfsmenn á aldrinum 45 til 54 ára sem virðast best nýta sitt tengslanet, 41% þeirra sögðu þá aðferðina árangursríkasta í vinnuleit. Um þriðjungur yngri svarenda sagði hins vegar að netið hafi reynst þeim best.

Hér voru svarendur beðnir um að raða valmöguleikunum eftir því hvaða leið þeir töldu árangursríkasta. Eingöngu þeir sem skiptu um starf á síðustu tveimur árum fengu þessa spurningu

 

 

Árangursríkast
fyrsta sæti

Árangursríkast 
annað sæti

Árangursríkast  
þriðja sæti

Tengslanet, vinir og ættingjar

33%

9%

3%

Beint samband við fyrirtæki / stjórnendur

25%

11%

3%

Netið

23%

11%

5%

Dagblöð

6%

6%

3%

Vinnumiðlun

8%

4%

2%

Samfélagsmiðlar

4%

4%

2%