Reykjavík

Höfuðborgin okkar er kjörinn staður fyrir unga sem aldna. Börn á öllum aldri finna eitthvað við sitt hæfi. Laugardalurinn er ein af perlum borgarinnar, þangað sækja borgarbúar í margs konar útivist og íþróttir auk þess sem hverfið er miðsvæðis og stutt er í alla helstu þjónustu. Með uppbyggingu göngu- og hjólastígakerfis Reykjavíkur er íbúum og gestum gert kleift að ferðast hjólandi eða gangandi um borgina á öruggan, aðlaðandi og vistvænan máta. Víða eru göngubrýr eða göng undir umferðaræðar og stígar hafa verið lagðir um vinsælar útivistarperlur eins og Elliðaárdalinn og Ægisíðu. Heiðmörk er einnig fallegur staður til útivistar og gönguferða. Einnig má nefna bað- og strandstaðinn Nauthólsvík en þar er búningsaðstaða fyrir gesti og heitir pottar fyrir þá sem ekki vilja baða sig í sjónum.

Sjá nánar um orlofskosti VR í Reykjavík hér:

Nánari upplýsingar um afþreyingu í Reykjavík er að finna á www.visitreykjavik.is