11. okt.
8:30-16:00 Salur VR á 9. hæð í Húsi verslunarinnar og á Teams
Expectus8

Trúnaðarmannanámskeið

Trúnaðarmannanámskeið - Allt um kjaramál og þjónustu VR

11. október kl. 8:30-12:00 og 13:00-16:00
Leiðbeinendur: Kjaramálasvið VR og sérfræðingar hjá sjóðum VR

Athugið að námskeiðið er aðeins ætlað trúnaðarmönnum VR

VR leggur áherslu á að trúnaðarmenn fái allar helstu upplýsingar er snúa að kjaramálum og þjónustu VR. Allt sem farið er yfir á námskeiðinu er gagnlegt fyrir trúnaðarmenn að skilja, vita deili á og að vita hvar er hægt að finna upplýsingar. Fyrri hluti námskeiðsins fer yfir helstu atriði kjarasamninga svo sem veikindarétt, uppsagnir, orlof, vinnutíma og áunnin réttindi. Í seinni hluta námskeiðsins er farið yfir þjónustuliði eins og VR varasjóð, Sjúkrasjóð, Orlofssjóð, Starfsmenntasjóð og VIRK.  
Þjónusta VR er viðamikil og mikilvægt fyrir trúnaðarmenn að þekkja helstu þætti í kjaramálum og þjónustu hjá VR. Einnig er gott að geta leiðbeint félagsfólki VR á sínum vinnustað hvar hægt er að nálgast mikilvægar upplýsingar um réttindi sín og þjónustu hjá VR. Þess vegna hvetjum við alla trúnaðarmenn til þess að taka þetta námskeið. Hér gefst trúnaðarmönnum einnig tækifæri til þess að ræða saman, deila reynslu sinni og fá svör við spurningum sínum hjá sérfræðingum VR.

Námskeiðið verður haldið í nýjum og glæsilegum sal VR á 9.hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7. Morgunmatur og hádegismatur í boði fyrir þau sem mæta á staðinn. Einnig verður hægt að taka þátt í gegnum Teams en salurinn er vel búinn tækjabúnaði fyrir blandað námskeiðahald. Veldu þann möguleika sem hentar þér hér að ofan. Ef þú skráir þig sem þátttakanda rafrænt færðu sendan hlekk í þeim pósti. Þú getur séð hvaða netfang þú ert með skráð á Mínum síðum á www.vr.is. Einnig er hægt að setja viðburðinn í dagatalið sitt með því að smella á hnapp sem birtist við skráningu.