Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Vr Logo 2 (1)

Almennar fréttir - 14.05.2020

Ályktun stjórnar VR vegna ógreiddra launa í Borgarleikhúsinu

Á fundi stjórnar VR miðvikudaginn 13. maí 2020 var eftirfarandi ályktun samþykkt:

“Stjórn VR krefst þess að Borgarleikhúsið greiði starfsmönnum sínum í undir 45% starfshlutfalli tafarlaust umsamin laun samkvæmt ákvæðum gildandi kjarasamninga. Borgarleikhúsið hefur ekki greitt laun fyrir aprílmánuð til starfsmanna sinna sem eru í minna en 45% starfshlutfalli.

Borgarleikhúsið hefur enga sérstöðu umfram önnur fyrirtæki sem nýta sér úrræði stjórnvalda nú þegar gefur á bátinn. Þótt draga þurfi saman seglin víða þá standa fyrirtæki við ákvæði kjarasamninga um uppsagnarfrest. Fyrirtæki verða enda að gera ráð fyrir ákveðnu svigrúmi til að takast á við óvæntar aðstæður. Slíkt getur ekki talist of íþyngjandi fyrir Borgarleikhúsið þegar kemur að greiðslu launa til starfsmanna sem eru í minna en 45% starfshlutfalli.

Stjórn VR krefst að tafarlaust verði starfsmönnum Borgarleikhússins sem eru í minna 45% starfshlutfalli greidd umsamin laun.“