Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Vr Covid19

Almennar fréttir - 11.03.2020

Þjónusta VR vegna COVID-19 - Leiðir til að hafa samband við félagið

Þar sem stjórnvöld hafa lýst yfir neyðarstigi vegna COVID- 19 veirunnar vill VR beina þeim tilmælum til félagsmanna sinna að sækja sér þjónustu félagsins í gegnum netið eða síma eins og unnt er. Flesta þjónustuþætti VR má nálgast rafrænt en þeir sem eiga brýnt erindi geta komið á skrifstofur félagsins.

Á vef VR má finna allar helstu upplýsingar um þjónustu félagsins. Öllum fyrirspurnum er svarað í síma 510 1700 og hvetjum við félagsmenn til að hringja frekar en að koma á skrifstofur félagsins. Eins má senda fyrirspurnir á netfangið vr@vr.is og á Facebooksíðu VR. Öllum fyrirspurnum er svarað eins fljótt og auðið er á opnunartíma skrifstofu.

Sjúkrasjóður

Sótt er um sjúkradagpeninga á Mínum síðum og er mikilvægt að hengja öll fylgigögn með umsókninni.

Ef sækja þarf um dánarbætur vegna félagsmanns er hægt að nálgast umsóknareyðublaðið hér. Skanna þarf inn umsókn og fylgigögn og senda á netfangið sjukrasjodur@vr.is. Hægt er að sækja um dánarbætur barna á Mínum síðum. Sjá nánari upplýsingar um dánarbætur hér.

Hægt er að koma til okkar pappírum, vottorðum og öðrum fylgigögnum með því að skanna þau inn og senda á sjukrasjodur@vr.is.

VR varasjóður og starfsmenntasjóðir

Á Mínum síðum sækir þú rafrænt um í VR varasjóð og starfsmenntasjóði.

Kjaramál

Hægt er að hafa samband við ráðgjafa kjaramálasviðs í síma 510 1700. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið kjaramal@vr.is.

Orlofshús

Á Mínum síðum er hægt að skoða og bóka orlofshús á orlofsvef félagsins, sjá hér. Fyrirspurnir má senda á netfangið orlofshus@vr.is.

VIRK

Einstaklingar í þjónustu hjá VIRK eiga áfram samskipti við sinn ráðgjafa hjá VR. Þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóma eða treysta sér ekki til að mæta í viðtal vegna COVID-19 veirunnar verður boðið símaviðtal.