VR 130 Ara Timinn3

Almennar fréttir - 15.12.2023

Fékkst þú ekki örugglega desemberuppbót?

Samkvæmt kjarasamningum VR á að greiða desemberuppbót í síðasta lagi þann 15. desember ár hvert.

Desemberuppbót skv. samningum VR er 103.000 kr. fyrir árið 2023.
Desemberuppbót innifelur orlof, er föst tala og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum. Áunna desemberuppbót skal gera upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar.

Sjá ítarlegri upplýsingar um desemberuppbótina og reiknivél til að reikna hana út.