Svignaskard 42 09

Almennar fréttir - 01.03.2024

Úthlutun orlofshúsa lokið

Úthlutun orlofshúsa VR fyrir sumarið 2024 er nú lokið. Dregið var af handahófi úr innsendum umsóknum. Þeir VR félagar sem fengu úthlutað hafa fengið sendan tölvupóst með nánari upplýsingum en einnig er hægt að sjá upplýsingar um úthlutun með því að skrá sig inn á Orlofsvef VR.

Félagsfólk sem fær úthlutað hefur tvær vikur til að staðfesta og ganga frá greiðslu.