Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
rvk-3.jpg

Efnahagsyfirlit - 17.05.2017

Efnahagsyfirlit VR - Húsnæðismálin í brennidepli

Verð á fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu, sem hlutfall af útborguðum launum, hækkaði um 12% milli febrúarmánaða 2016 og 2017. Hærri laun og lægri vextir hafa ekki náð að vega upp á móti hækkun fasteignaverðs undanfarinna ára. Þetta kemur fram í umfjöllun um húsnæðismálin í nýjasta Efnahagsyfirliti VR.

Meðalstærð fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu er í kringum 100-120 fermetrar. Meðalverð er í kringum 40-50 milljónir. Að teknu tilliti til mannfjölda á höfuðborgarsvæðinu er lítið af íbúðarhúsnæði í byggingu. Ef bygging íbúðarhúsnæðis væri í takt við meðaltalið 1998-2003 væru tæplega 1.650 íbúðir í byggingu. Raunin 2016 var ríflega 1.200.