Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Vr Utsynismyndir 1

Almennar fréttir - 26.04.2023

Niðurstöður kosninga til Öldungaráðs VR

Niðurstöður kosninga til Öldungaráðs VR fyrir kjörtímabilið 2023- 2025 liggja nú fyrir en rafrænar kosningar fóru fram 17. – 25. apríl 2023.

Á kjörskrá voru 3493 og atkvæði greiddu 424 eða 12,14%.

Í samræmi við reglur VR er niðurstöðum raðað samkvæmt fléttu þannig að það kyn sem fær flest atkvæði skipar efsta sæti og er þá næst inn sá frambjóðandi af hinu kyni sem flest atkvæði fékk.

Niðurstaða kosninganna eru eftirfarandi:

1. Gísli Jafetsson
2. Erla Halldórsdóttir
3. Benedikt Sigurðarson

Auk tveggja varamanna

4. Guðrún Jónsdóttir
5. Steinar Viktorsson

Þá hefur stjórn VR skipað þrjú í Öldungaráð og eru það Bjarni Þór Sigurðsson, Ólafur Reimar Gunnarsson og Selma Björk Grétarsdóttir. Að auki situr Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í Öldungaráði.